eins og ég hef alltaf sagt.....kaffi er hollt

Kaffibolli á dag fyrir heilann  
  
 
Ekki eru það allsendis ný tíðindi að kaffidrykkja sé talin draga úr líkum á elliglöpum en nú gæti verið að niðurstöður bandarískrar rannsóknar geti skýrt hvernig á því stendur.
Kaffisopinn góði Þetta fólk er augljóslega sólgið í kaffi.
Kaffisopinn góði - Þetta fólk er augljóslega sólgið í kaffi. 
 
Frá þessu er greint á vefmiðli BBC en fyrrnefnd rannsókn var gerð á kanínum í háskólanum í Norður-Dakóta. Svo virðist sem kaffi (eða koffínið sem finnst jú í kaffidrykknum) komi að einhverju leyti í veg fyrir þær skemmdir sem kólesteról getur unnið á líkamanum, en kólesteról er einmitt talið vera eitt af því sem veikir varnir heilans og miðtaugakerfisins. Sumir segja að þetta séu „bestu sannanir hingað til“ fyrir jákvæðum áhrifum kaffidrykkju.

Í rannsókninni var koffínskammti sem samsvarar því magni sem er í einum kaffibolla bætt í fituríkt fóður hjá ákveðnum hópi af kanínum á degi hverjum, en koffíninu var sleppt í samanburðarhópnum. Í ljós kom eftir 12 vikur að varnarkerfi miðtaugakerfisins hjá þeim kanínum sem fengu koffín hafði orðið fyrir miklu minni skemmdum vegna fituríku fæðunnar


« Síðasta færsla

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband