og vísugrey fæddist

Jæja þá er maður vaknaður hér í Hveró....búin að fá kaffið sitt og morgunknúsið....mikið afskaplega er þetta notó Grin

Settist svo inní bílskúr (af því þar mega forláta reykingarmenn-og konur vera), tók með mér skrifblokkina, dillurnar og penna og þá fæddust svona vísulingar, ekkert mjög formlegar né faglega réttar en öngvu að síður skemmtilega vitlausar.

hér koma þá aðfangadagsvísurnar þetta árið.

 

þannig er nú málið

að ekki er sopið kálið,

nema að eplið falli

og svari ekki kalli...

langt frá eikinni.

Aldrei er ein báran

stök, við diggann dárann,

nema að allir syngi

lyfti glösum og klingi...

með sínu nefi.

Gott er að hafa hjá sér augun

því betr´er að fara á kostum en taugum,

sá hlær best er síðast hlær

betr´er að stíga á eigin tær...

en annarra.

Betr´er að vera lifand´en dauður

betra er margfallt yndi en auður,

víða er svo þvottur brotinn

oft er ungmeyjan geðveikt skotin...

í.

Gott er að ver´einhvers augasteinn

betr´er að vera snemma en seinn,

oft hrekkur bruggarinn í kútinn

lausn er í máli að leysa hnútinn...

á bindinu.

Margur vill vinda ofanaf lopanum

betr´er að súpa en þefa af sopanum,

enginn verður að aurum magur

og ekki kemur aðfangadagur...

á jóla.

 

jólafílingskveðja úr Hveró.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

Ef að þú ert klædd í kjól

kvenna ullasokka

Þá eiga munt þú ágæt jól

Með unaðslegum þokka

Brynjar Jóhannsson, 24.12.2007 kl. 13:48

2 identicon

ber ég bærilegan þokka

og átti bara ágæt jól

klæðist bara í ullasokka

en engann kjól.

iris Arnardóttir 31.12.2007 kl. 15:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband