er búin að vera að baksa við að koma link inná ,,hina" síðuna mína.....verð víst að viðurkenna að ég er ekki betur gefin en það að kunna þvílíkt.
só....slóðin fyrir þá sem vilja kíkja er
jólaunaðskveðja
ía
Dægurmál | 23.12.2007 | 15:14 (breytt kl. 15:59) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
að leysa af heima var enginn vandi,
konan var að því komin að fæða
og hvergi um húshjálp að ræða.
En hvað munar karlmann um kerlingarstörfin
þó kannski sé stundum fyrir þau þörfin?
Konan var heima og hafði engu að sinna
nema hugsa um krakka, það er ekki vinna.
Hún sagði: "Elskan þú þarft ekkert að gera,
aðeins hjá börnunum heima að vera,
ég er búin að öllu, þvo og þjóna,
þú þarft ekki að bæta, sauma eða prjóna.
Matur er útbúinn allur í kistunni,
það ætti að duga svona í fyrstunni,
aðeins að líta eftir öngunum átta
ylja upp matinn og láta þau hátta."
Nú skyldi hann hafa það náðugt og lesa
og ná sér í ærlegan skemmtipésa.
Hann var ekki sestur og var nokkuð hissa
er vældi í krakka: "ég þarf að pissa."
Vart þeirri athöfn var að ljúka
er veinaði annar: "Ég þarf að kúka"
Þarna var enginn einasti friður
ef ætlaði hann að tylla sér niður.
Dagurinn leið svo í sífelldum önnum
sem ei voru bjóðandi mönnum,
þvílikt og annað eins aldrei í lífinu
útstaðið hafði hann í veraldarkífinu.
Ölduna stíga í ósjó og brælum
var ekkert hjá þessu, það kallaði hann sælu,
en þeytast um kófsveittur skammtandi og skeinandi
skiljandi áflogaseggina veinandi!
Ef eitt þurfti að éta varð annað að skíta
og engin friður í bók að líta,
en hún sagði: "Elskan, þú þarft ekkert að gera
aðeins hjá börnunum heima að vera."
Nú voru krakkarnir komnir í rúmið,
Kyrrlátt og sefandi vornætur húmið
seiddi í draumheimana angana átta
en ekki var pabbi farinn að hátta.
Hann stóð þarna úfinn, úrvinda og sveittur
yfir sig stressaður, svangur og þreyttur,
og horfði yfir stofuna: "hamingjan sanna
hér á að teljast bústaður manna.
"Það skyldi hann aldrei á ævinni gera
í afleysingu slíkri sem þessari vera,
þó væri í boði og á þvi væri raunin
að þau væru tvöfölduð skipstjóralaunin."
En þetta á konan kauplaust að vinna
og kallað að hún hafi engu að sinna
af daglangri reynslu hans virtist það vera
að það væri stundum eitthvað að gera.
Áfram með störfin ótt líður tíminn
Æ" aldrei friður nú hringir síminn,
halló, var sagt, það er sætt ég túlka,
þér er sonur fæddur og yndisleg stúlka.
Hann settist á stól og fann til svima og klígju,
hvað sagði hún að krakkarnir væru orðnir tíu."
Ég þarf að taka til öruggra varna,
ég ákveð á stundinni að hætta að barna.
Dægurmál | 22.12.2007 | 17:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Það nýjasta nýtt er að ég er fallin, gat hreinlega ekki hætt að reykja svo....það er bara seinnitíma dæmi núna.....eru ekki áramótin alltaf tilvalin í svoleiðis verkefni?
við litla fjölskyldan erum annars að fara í ,,sveitina" þ.e.a.s. til Hveragerðis á sunnudaginn og ætlum okkur að vera það við ábyggilega gott yfirlæti fram á annan. Morgundagurinn fer í þetta dags-daglega fyrir jólin....þvo-þrífa-koma jólakortunum í póst (spurning að hafa þetta nýárskort framvegis) - versla mat- pakka niður....
í fyrra á þessum tíma vorum við að pakka niður til að eyða jólum og áramótum á Tenerife en ég er fegin að við verðum á íslandi núna, það er í sjálfu sér ágætt að vera annars staðar á jólunum en á áramótum vill ég vera heima.
Nú börnin verða svo eftir annan í jólum og mamman fer heim til að eiga tvo náðardaga með kærastanum
Planið er s.s. að klára helv...heimilisverkin og koma sér eins fljótt og auðið er í Hveró....liggja þar á meltunni í þrjá daga og vinna svo af sér jólakjamsið milli jóla og nýárs.
Ekki slæmt plan það (nema ef vera skildi starfsmaður á plani) !
jólakveðja ía og unlingarnir
Dægurmál | 22.12.2007 | 01:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mér líður eins og draugi dregnum uppúr haug.
Skapið ekki uppá sitt besta....
einbeitingin ekki uppá sitt besta...
en ég er reyklaus. (gersamlega að fara á taugum, offivirk með taugakippi) en reyklaus.
Annars er það að frétta að ég fór með dóttur mína (13 ára) að kaupa jólaskó í dag og drottinn minn, það eina sem kom til greina voru háhæluð hálfstígvél eða eins og hún sagði þegar ég spurði hvernig skó hana langaði í ,,æ, svona ekki stígvél, þú veist, með svona smá krumpi kannski og með hæl" aha....sagði mamman bara og þóttist vera fyndin og sagði að það væri nú undarlegt að hana langaði í skó með hælum.....í stuttu máli var mamman sú eina sem hló að þessum brandara.
nú, svo var farið að skoða....og trúið mér það skiptir gríðarlegu máli hvort skórnir eru upp að herðablöðum eða ökla....það skiptir gríðarlegu máli hvort skórnir eru feitir eða mjóir og það skiptir gríðarlegu máli hvort þeir ,,lúkka kúl". Svo langar hana líka í nýja fartölvu, nýja ipot (nýja lúkkið sko, hinn er orðin gamaldags) og þröngar gallabuxur...að ógleymdu billabong, kawasaki og blingbling.
(svo lengi sem hana langar ekki í dodo...er ég þokkalega ánægð)
............og maður hugsar með sér.............
gamla góða Millet úlpan, hvar skildi hún vera niðurkomin?
Dægurmál | 18.12.2007 | 21:29 (breytt kl. 21:31) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ég hætti að reykja í gær klukkan fimm.
Fékk ,,dillupillur" hjá lækninum sem ég er búin að taka í viku (á s.s. að taka viku fyrir og viku eftir að maður hættir)....ég er ennþá að bíða eftir að taugaboðin um að mig langi ekki í dillu skili sér!
Nú, og af því ég treysti ekki fullkomnlega á að dillupillurnar virki fékk ég mér líka tyggjó, bæði myntu og ávaxta til að gera breytt til, og af því ég var ekki viss um að það myndi duga þá fékk ég mér líka svona dillustauta (hálfgerðar gerfisígarettur). þetta eru lítil plasthylki sem maður setur svona fyllingar í og svo sýgur maður. Og af því ég var viss um að ég yrði að hafa eitthvað að gera (fyrir utan að éta dillupillurnar, tyggjóið og sjúga stautinn) þá keypti ég 5 dokkur af garni (þó ég kunni eiginlega hvorki að prjóna né hekla) og er staðráðin í því að hekla teppi.
kveðja
reyklaus dagur númer eitt
Dægurmál | 14.12.2007 | 20:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
undanfarið er um lítið annað skrifað í bakþönkum Fréttablaðsins en femínisma og hvort Herra er hún eða hann....nema hvoru tveggja sé.
Persónulega er ég orðin frekar þreytt á þessu væli...
Gerður Kristný talar um vinkonu sína sem sér karlaveldið í dauðatýgjunum og Davíð Þór talar um móðir sína, manninn. Hann fjallar um kynbundin mismun starfsheita svo sem Herra (ráðherra) og ég er sammála honum að orð hafa enga aðra merkingu en þá sem hver og einn gefur henni í það og það skiptið.
Ég veit ekki hvað fólk (feministar) eru að eyða tíma sínum og orku í þetta mál, stundum finnst mér þær (þeir) gera meira út á kynbundin mun en ella,með því að vekja svona gífurlega athygli á hinu minnsta máli eins og að við séum að búa til staðalímyndir með því að setja stráka í blátt og stelpur í bleikt á fæðingardeildinni.....hvað með það hvernig barnið er klætt, það er verðandi foreldrar, umhverfi og uppeldi sem ,,hannar" staðalímyndina, ekki það í hverju barnið er klætt fyrsta daginn sinn. Það eina sem í raun skipti mig einhverju máli í jafnréttisbaráttunni er kynbundin launamunur...að öðrum kosti held ég að þetta sé of einstaklingsbundið til að hægt sé að setja ,,hann og hana" undir hatt feminisma eða ekki femenisma. Ef karlinn minn vill skúra og ég gera við bílinn erum við þá afbrygðilegt par eða svakalega jafnréttissinnuð?
Þú ert það sem þú ert, gerir það sem þú vilt og hentar þér og átt ekki að þurfa að máta skoðanir þínar og lífsgildi við næsta mann. Við erum ekki ær í rétt, þar sem hólfað er í bása(femenismar vinstra,slit í hægra-karlrembur með skorið, ská í miðju).
Sko, málið er ósköp einfalt. konur eru konur og menn eru menn, konur eru líka menn og karlar geta verið konur.
Málið dautt.
Dægurmál | 9.12.2007 | 17:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Ég er viðkvæmur, sköllóttur maður og með staurfót. Ég fékk boð fyrir nokkrum vikum um að mæta í partýið í kvöld hjá drottningunni. Þar sem öll partý hljóta að vera grímuböll ákvað ég að mæta þannig tilhafður en...mér datt enginn grímubúningur í hug, svo ég ákvað að skrifa bréf til búningaleigu einnar og fá hjá þeim tillögur að búningi sem gæti falið á mér skallann og staurfótinn.
Nokkrum dögum seinna fékk ég tölvupóst:
Kæri herra,
Við leggjum til að þú farir sem sjóræningi. Sjóræningjahatturinn kemur til með að fela á þér skallann og með staurfótinn lítur þú alveg út eins og sjóræningi.
Mér fannst þetta satt að segja hræðileg móðgun, þar sem þeir höfðu talað um að nýta fötlun mína í búninginn. Þess vegna settist ég niðurog skrifaði frekar harðort kvörtunarbréf til búningaleigunnar. Viku seinna fékk ég svar, annan tölvupóst:
Kæri herra,
Afsakaðu þetta með staurfótinn. Ef við hefðum vitað að þetta væri svona viðkvæmt, þá hefðum við strax lagt til að þú færir sem munkur. Munka kufl er svo síður að hann felur staurfótinn og með skallann, þá lítur þú alveg úteins og alvöru munkur.
Núna varð ég alveg brjálaður. Skítt með staurfótinn, en að ætlast til að ég myndi nota skallann á mér sem hluta af búningi tók alveg steininn úr. Því skrifaði ég núna virkilega harðort kvörtunarbréf til bölvaðrar búningaleigunnar.Daginn eftir kom einn tölvupósturinn frá þeim:
Herra,
Finndu stóra fötu af karamellu. Helltu karamellunni yfir sköllóttan hausinn á þér, stingdu staurfótnum upp í rassgatið á þér og farðu sem sleikipinni!
Dægurmál | 8.12.2007 | 18:16 (breytt kl. 18:20) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
kannastu við setningar (hugsanir) á við þessar?
- var ég búin að segja þér...
- hvar eru lyklarnir mínir...
- mundi ég eftir að loka glugganum?
- þú ætlar út með ruslið, leggur það frá þér meðan þú ferð í skóna og ferð svo út....en skilur ruslið eftir...
- keyrir framhjá búðinni, sem þú ætlaðir í á leiðinni heim, af því þú ert svo ,,djúpt hugsi"...
já, nú er búið að sanna það vísindalega að apar eru með betra minni en menn. Spurningin er, erum við þá minni menn að hafa minna minni?
Apar skáka mönnum í minnisþraut | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | 3.12.2007 | 20:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Dægurmál | 29.11.2007 | 20:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
jæja, þá á að byrja að blogga.
maður stofnar blogg af því það er svo gaman að fikta sig áfram og læra á þetta en svo þegar auði bloggskjárinn birtist þá verður höfuðið tómt (fór svo mikið fútt í að læra þetta, af því þetta er svo sérlega flókið-stig1-stig2 osfrv.)
Er búin að liggja í pest undanfarna viku og hlakka til að mæta í vinnuna á morgun, það getur verið vitræn skelfing að liggja veikur heima. Ég er búin að hugsa allt of mikið, gerði mér nú engan sérstakan greiða með því að lesa the secret á meðan sko....og reyna að hugsa
1-ég er sátt
2-mig skortir ekkert
3....hver er ég, hvað vil ég, hver eru markmið mín, hvernig vil ég ná þeim, hvar á ég heima og hvernig komst ég hingað
En bókin er samt góð, svona til í glugga í, ekki til að éta upp til agna á tveimur komma tíu.
wellý well, læt þetta duga í bili (best að athuga hvort þetta hefur heppnast)
kveðja í bili
ía
Dægurmál | 12.11.2007 | 22:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bloggvinir
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar