Bakþankar

 

börn að rífast 

undanfarið er um lítið annað skrifað í bakþönkum Fréttablaðsins en femínisma og hvort Herra er hún eða hann....nema hvoru tveggja sé.

Persónulega er ég orðin frekar þreytt á þessu væli...

Gerður Kristný talar um vinkonu sína sem sér karlaveldið í dauðatýgjunum og Davíð Þór talar um móðir sína, manninn. Hann fjallar um kynbundin mismun starfsheita svo sem Herra (ráðherra) og ég er sammála honum að orð hafa enga aðra merkingu en þá sem hver og einn gefur henni í það og það skiptið.

Ég veit ekki hvað fólk (feministar) eru að eyða tíma sínum og orku í þetta mál, stundum finnst mér þær (þeir) gera meira út á kynbundin mun en ella,með því að vekja svona gífurlega athygli á hinu minnsta máli eins og að við séum að búa til staðalímyndir með því að setja stráka í blátt og stelpur í bleikt á fæðingardeildinni.....hvað með það hvernig barnið er klætt, það er verðandi foreldrar, umhverfi og uppeldi sem ,,hannar" staðalímyndina, ekki það í hverju barnið er klætt fyrsta daginn sinn. Það eina sem í raun skipti mig einhverju máli í jafnréttisbaráttunni er kynbundin launamunur...að öðrum kosti held ég að þetta sé of einstaklingsbundið til að hægt sé að setja ,,hann og hana" undir hatt feminisma eða ekki femenisma. Ef karlinn minn vill skúra og ég gera við bílinn erum við þá afbrygðilegt par eða svakalega jafnréttissinnuð?  

Þú ert það sem þú ert, gerir það sem þú vilt og hentar þér og átt ekki að þurfa að máta skoðanir þínar og lífsgildi við næsta mann. Við erum ekki ær í rétt, þar sem hólfað er í bása(femenismar vinstra,slit í hægra-karlrembur með skorið, ská í miðju).

Sko, málið er ósköp einfalt. konur eru konur og menn eru menn, konur eru líka menn og karlar geta verið konur.

Málið dautt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Akkuru eru ekki bara allir eins og ég og þú. Þá væri nú heimurinn góður, ekkert nema góðar hugsanir og engin stríð og allar konur væru líka menn:o) nei ég segi nú svona er orðin frekar steikt á próflestri og hann er rétt að byrja:o/

Langar ótrúlega núna að liggja upp í sófanum þínum og borða nachos og horfa á a.m.n.t. með ykkur og já ekki gleyma namminu;o) Verðum að gera það bráðum, sem er á næsta ári hjá mér því mig vantar tíma... hvernig væri að gefa manni bara meiri tíma í jólagjöf? Já held að það sé jólagjöfin í ár;o)

En jæja ætla að halda áfram að borða nóa konfekt og vafra á netinu, verðum í bandi og til lukku með síðuna sæta frænka;* 

Hugrún frænka 12.12.2007 kl. 20:35

2 identicon

Heyrðu já og svo vil ég líka mynd af mér í family albúmið takk fyrir;o) annars opinbera ég nokkrar myndir af þér sem við tókum eða sem Valey eða Viggi tóku af okkur í  ágúst eða e-ð:o)

Hugrún frænka 12.12.2007 kl. 20:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband