Ég hætti að reykja í gær klukkan fimm.
Fékk ,,dillupillur" hjá lækninum sem ég er búin að taka í viku (á s.s. að taka viku fyrir og viku eftir að maður hættir)....ég er ennþá að bíða eftir að taugaboðin um að mig langi ekki í dillu skili sér!
Nú, og af því ég treysti ekki fullkomnlega á að dillupillurnar virki fékk ég mér líka tyggjó, bæði myntu og ávaxta til að gera breytt til, og af því ég var ekki viss um að það myndi duga þá fékk ég mér líka svona dillustauta (hálfgerðar gerfisígarettur). þetta eru lítil plasthylki sem maður setur svona fyllingar í og svo sýgur maður. Og af því ég var viss um að ég yrði að hafa eitthvað að gera (fyrir utan að éta dillupillurnar, tyggjóið og sjúga stautinn) þá keypti ég 5 dokkur af garni (þó ég kunni eiginlega hvorki að prjóna né hekla) og er staðráðin í því að hekla teppi.
kveðja
reyklaus dagur númer eitt
Bloggvinir
Feb. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | ||||||
2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 |
9 | 10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 |
16 | 17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 |
23 | 24 | 25 | 26 | 27 | 28 |
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.2.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Gangi þér vel með reykteppið...
Ásgeir Kristinn Lárusson, 14.12.2007 kl. 21:05
Æ, dúllan! Gangi þér bara vel, þú getur þetta alveg ;)
eva ólafs~ 16.12.2007 kl. 18:24
Sko ég er alveg sammála honum Páli, nikotín tygjgó viðheldur bara nikotín þörfinni og hvað þá ef þú átt allar gerðir til að vera alltaf að skipta... Ef þú ert að losa þig við dillurnar á annað borð skaltu bara gera það með meiri stæl og hætta þessu gervi drasli öllu og leyfðu apotekunum bara að eiga tyggjóið og stútinn og allt þetta drasl og fáðu þér bara tópas eða e-ð eins og pabbiSvo skaltu fara í meðferð eða dáleiðslu eða e-ð yfir apotek fíkninni þinni því ég veit um fáa sem eru jafn duglegir að versla í apotekum og þú og koma með heilu pokana þaðan út, múhahaha
Gangi þér nú samt vel með þetta elsku frænka og til hamingju með að vera hætt að reykja
Hugrún frænka 16.12.2007 kl. 21:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.