er allt að fara andskotans til?

er búin að vera að ræða við vini og vandamenn um mál stundarinnar, umræður sem almennt enda á háu húsnæðisverði, vöxtum og einokun.

út frá þessari umræðu að enginn (með meðaltekjur eða minna) geti keypt sína fyrstu eign vegna hrikalegrar útborgunar og hárra vaxta og að gömul hús eru nú til sölu á skrilljón + meðan rotþróin liggur út í garð og upprunalega eldhúsinnréttingin nýtur sín (ekki) barst talið að evrunni.

Fyrir ekki alls löngu var frétt í Fréttablaðinu um að þýsku bankarnir hefðu áhuga á að bjóða húsnæðislán í evrum-JIBBÍKÓLA- en hvenær?

svo var farið að tala um evruna almennt, eigum við að taka hana upp? hverjir eru kostirnar og hverjir eru gallarnir? töpum við fiskimiðunum (er fiskur okkar helsta útflutningsvara í dag)?

eitt vorum við sammála um, það vantar skilmerkilega grein, á mannamáli, um kosti og galla evrunnar. Getur einhver frætt mig/okkur?

símabarn


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband