FEIMNI
Ég gleymi aldrei því andartaki er ég sá þig í fyrsta sinn
ég sat og las í blaði - þú komst askvaðandi inn -
sem í sjálfu sér var í lagi hefði ekki rennblaut rigningin
ruðst með þér inní stofu og þar með var úti friðurinn.
Þú hlóst og hrópaðir: kræst! og af kátínu dillaðir þér.
Klæddir þig úr hverri spjör án þess að taka eftir mér.
Mun ég nokkurn tíma geta útskýrt þessi truflandi andartök?
Þú ert týpan sem ég þoldi ekki - þetta stóðst ekki nokkur rök.
Algleymi eða afhjúpun sjaldan stígur bára stök.
Ég stirðnaði um leið og þú brostir og varð viss í minni sök.
Af kurteisi minni og feimni ég ræksti mig - en roðnaði
ráðalaus hvarf bakvið blaðið því allt mitt hugrekki koðnaði.
Síðan hefur hjarta mitt ekki fengið stundar frið.
Ég flýg hér um á vængjum og heyri himneskan bjölluklið.
Í draumum mínum daga og nætur erum við - já, bara við.
í veröld þar sem hamingjan er okkur holl við hlið.
Mig langar oft að senda til þín eina rauða rós
rétt sí svo að þú skiljir að þú ert öðrum leiðarljós.
En veröldin er öðruvísi en mjúka hjartað í mér.
Makalaust að ég skildi verða ástfanginn af þér.
Ástin er svo undarleg og ég furðu lostinn um fer
sem fiskur á þurru landi - já, það er þorskur sem stendur hér -
Tíminn hefur liðið ég er þakklátur vinur þinn.
Í þögninni milli okkar lifi óræður draumurinn.
Höfundur texta: Hörður Torfa
Höfundur lags: Hörður Torfa
Bloggvinir
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.