undanfarnir dagar búnir að vera frekar ljúfir í ljósi barnleysis, óveðurs, náttfata (og án).
og enn og aftur er komið að áramótum. það er eins með þau og jólin....jólin koma ekki án kóka kóla lagsins og áramótin koma ekki án lagsins ,,nú árið er liðið". kannksi getur maður bara frestað áramótunum ef maður hlustar bara á sprengjuhöllina í staðin?
fletti annars fréttablaðinu í dag og hrósa þeim blaðamanni sem hefur þann kaldhæðna húmor að setja fyrirsögnina ,,þessi sungu sitt síðasta á árinu" og má þar fyrstan nefna Pavarotti....
hæli svo sjónvarpinu fyrir bærilega dagskrá og nýjan íslenskan spennuþátt sem ég bíð spennt eftir að sjá.
hrós dagsins fær þó Þór þrumuguð fyrir dásamlega kolvitlaust veður svo maður geti með góðri samvisku gert nákvæmlega ekki neitt sökum veðurs.
last vikunnar fá svo Heimsferðis fyrir að vera með heilsíðuauglýsingu um ferð tli Jamaica með öllu inniföldu fyrir fáránlega háa upphæð, vitandi að maður eyddi lungum og lifrum í jólagjafir og er þar af leiðandi illt í veskinu. Það er bara ljótt að gera svona.....
samdi annars ágætisvísu sem hentar þessu lasti, sem hljómar svo....
HVÍNANDI KÚPAN
VESKIÐ ER DAUTT
LANDINN HANN HVERFUR
LANDIÐ ER AUTT
Í VITSKERRTU BRAMBOLTI
MEÐ HÆKKANDI SÓL
TRUFLAST ALLT MANNFÓLKIÐ
GLEÐILEG JÓL.
KVEÐJA ÍA PÍA
Flokkur: Dægurmál | 30.12.2007 | 14:29 (breytt kl. 14:38) | Facebook
Bloggvinir
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.